Ja hérna hér.

 Stundum er svo skrítið að upplifa það að maður er að verða fær í flestan sjó, og þá er að spyrja sig, á ég bara ekki að fara að læra eitthvað. Kannski að setjast á skólabekk og læra einhverja iðn, eða gerast þjónn, eða kokkur. Þetta hefur alltaf blundað í mér. Kannski segja sumir að ég sé alltof gamall, en ég er ekki árinu eldri en ég finn að ég sé.

Dagur eitthvað, 10 eða 11

  Enn og aftur er maður farinn að púla hér á Reykjalundi, og það er svo gaman að finna styrkinn aukast. Í dag var að vísu rólegur dagur, fyrst ganga á bretti, svo iðjunámskeið og svo sundleikfimi, og endað á göngutúr úti. Svo fór ég með bílinn minn á verkstæði, í 5 skipti. Alltaf er verið að reina að gera við mælaborðið, og vonandi tekst það núna.Devil   Áðan var ég að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu, og sá að það er verið að reina að bjarga gamla góða Gullfaxa, og fannst mér það frábær hugmynd. Ég man það svo vel þegar Jóhannes Snorrason kom með hann í fyrsta skiptið, og lenti á Reykjavíkurflugvelli, Það var frábær stund, var staddur á vellinum til að sjá þennan viðburð. En ekki fékk ég að njóta þess að fljúga með Gullfaxa, en hefði viljað það. Jæja ætli að ég láti þetta ekki nægja í dag, Kv H.S.G.

Búið helgarfrí

  Jæja, þá er að fara að koma sér af stað eftir mjög gott helgarfrí. Við hjónin fórum aftur í sund í dag, og karlinn sinnti 400 metra, og blés ekki úr nös. Svo þegar heim kom fór ég að dunda mér í bílskúrnum, setti upp vaska og krana, og um næstu helgi þá ætla ég að reina að koma vatni á kranana. Þar er svo gaman að finna fyrir því hvað styrkurinn eykst og eykst. Ég fer á reykjalund í kvöld, og byrja á fullu aftur í þjálfun í fyrramálið, Og núna er ég hálfnaður með prógrammið. Það er svo skrítið hvað ég hlakka mikið til að fara í þjálfunina, því hefði ég ekki trúað hér áður fyrr. En tímarnir breytast , og mennirnir með. Seigum þetta gott Kv H.S.G.

Helgarfrí

 Góðan og blessaðan daginn, núna er maður sko heilmikið latur, en samt fórum við hjónin í sund í morgun,og var það mjög gott.  Konan mín er búin að vera svo slæm í baki og mjöðm, svo að ég plataði hana með í sund. Það sem er fyndið við þetta, er að henni hundleiðist að fara í sund, en þetta er svo gott fyrir okkur heitir pottar og vatnsnudd. Kannski verð ég svo duglegur að fara svo í góðan göngutúr seinnipartinn í dag, það er aldrei að vita. Annars er frábært veður hér á Selfossi, sólskyn og logn. Svo að maður getur ekki sagt að veðrið hafi eiðilagt göngutúrinn.

Dagur 9

 Jæja, þá er aftur komið helgarfrí, og er það bara ágæt. Í morgun var farið á fyrirlestur um merkingar á matvörum í búðum, og kom ýmislegt í ljós, sem maður vissi ekki um. Svo var farið í matreiðslu, og lært að elda hollan og góðan mat, og var eldaður lax, og er þetta besti eldislax sem ég hef smakkað. Og svo lærði ég að búa til rjóma, já rjóma, og var hann svakalega góður. Og ekki er það flókið. Svo var farið í tækjasalinn, og svo endað í sundi. Í dag kom svo konan mín á fræðslunámskeið fyrir maka hjartasjúklinga, og líkaði henni það vel. Var farið yfir ýmislegt tengt hjartveikum og hvernig á að lifa með þeim. Á Reykjalundi er hugsað fyrir flest öllu, og er okkur leiðbeint, og kennt allt það helsta sem hægt er að gera og gera ekki. Ég er viss um að þegar endurhæfingin er búin, verður maður fullbúinn á að takast á við lífið aftur, og ég tala ekki um hvað manni fer vel fram í að eflast líkamlega og andlega. Já er þetta ekki frábært, að hér skuli vera til svona góð endurhæfing. Jæja gott í bili, Kv H.S.G

Dagur 8 Reykjalundur

 Halló, ekki nennti ég að blogga í gær, var frekar latur eftir strangan dag, en vaknaði bara hress og nokkuð góður í morgun. Það var bara nóg að gera í dag, og allt er þetta gott fyrir mig, Þjálfun og sjúkraþjálfun, og svo skrapp ég með bílinn í viðgerð. Í leiðinni kom ég við á Keldum til að hitta vin minn Sigurð frá Grund í Höfðahverfi, og var Baldur bróðir hans með í för. Var þetta mjög gaman að hitta Sigga aftur. Svo var komið hingað aftur í kvöldmat. Ég finn fyrir mikilli framför á heilsunni og er mjög ánægður með það. Þetta er stutt vika hér núna, fer heim á morgun, en kem aftur á mánudaginn, úthvíldur og hress eftir helgarfrí. Gott í bili, Kv H:S:G.

Dagur 6

 Mætti hér á Reykjalund í gærkvöldi, fór snemma að sofa og mætti hress og glaður í morgun í æfingar, og stóð mig svona sæmilega að ég held. Fyrst var farið í tækin, og svo var fyrirlestur í iðjuþjálfun, og svo var farið á göngubrettið, og gengið í 31 mín, án hvíldar, sem hefði ekki komið til greina fyrir aðgerð. Þá hefði ég orðið að hvíla mig á 5 mínútna fresti, og svo verið alveg að drepast í langan tíma á eftir. Svo var matarhlé, en farið í göngu kl 14, og svo í sjúkraþjálfun kl 14/30, og það var vont, en varð fljótlega skárri í bakinu. Fólkið hér á Reykjalundi er alveg frábært fagfólk, og er yndislegt  í viðmóti. Maður er umvafin hlýju, og eingin er hér sem manni líkar ekki vel  við. Það er mikið að gera á morgun, og manni er farið að hlakka til að takast á við það. Kv. H:S:G

Þá er það búið.

 Fríið senn á enda, og skrítið, ég hlakka til að komast aftur í þjálfun. Annars er þetta búið að vera fínt, í morgun fór ég í 50 mín, göngutúr, og þegar ég kom heim, setti ég upp hillu fyrir konuna í þvottahúsinu, og málaði einn vegg. Segið svo að maður sé ekki í fantaformi. Svo fer maður að taka sig til fyrir næstu viku á Reykjalundi, en þetta er stutt vika, kem heim á fimmtudag 28, eitthvað tengt hlaupárinu. Ég er bara svolítið slæmur enn í bakinu, hefði ekki átt að reina að hjóla í þrekprófinu, heldur fara á göngubrettið. Jæja sendi vonandi eitthvað á morgun. Kv H.S.G.

Helgarfrí

 Jæja þá er maður bara heima að slæpast í fríi, og hafa það notalegt, annars var farið í göngutúr í morgun, og var það hressandi. Svo var farið í klippingu, og látið stytta svolítið lubbann. Og kannski verður maður líka svona hress í fyrramálið. Annars er bara allt sæmilegt, nema bakið. En allt er þetta til bóta. Áðan var verið að horfa á söngvakeppnina, og viti menn lagið sem ég vildi velja vann, og er þetta í annað skiptið sem það gerist. Vonandi gengur svo vel þarna í Serbíu hjá krökkunum. Á Selfossi er núna mjög fallegt veður, og vonandi verður það líka á morgun. Kv H. S. G.

5 dagur, og helgarfrí

  Morgunmatur kl 7/30, hafragrautur og ein brauðsneið, með osti. Svo var bara slakað á og rætt bloggið hans Össurar ráðherra um Gísla blessaðan borgarfulltrúa. Og skiptar voru skoðanir manna á þessu athæfi hans. Annars eru menn á hjartadeildinni mjög skemmtilegir félagar, og margt rætt á milli stríða. Kl 10 fór ég að spjalla við iðjuþjálfa, um lífið fyrir og eftir aðgerð, og var það alveg frábært viðtal, og hlakka ég mikið til að fara á fyrirlestra hjá henni í næstu viku. Svo var farið á göngubretti, og labbað í hálftíma, og takið eftir, ekki blásið úr nös, Fann ekki fyrir mæði. Það er mikil breyting. Svo var borðað svolítið og svo farið heim í helgarfrí. Það var, þið vitið smá snjókoma á leiðinni, eins og þið vitið, HLÝNUN JARÐAR. Og ekki meira í dag. Kv H. S. G.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband