7.2.2008 | 14:36
Snjór, snjór snjór.
Það er mjög athyglisvert hvað smá föl getur gert allt ómögulegt hér á suðvesturhorninu, og hér á suðurlandi. Í morgun þegar maður nennti á fætur, og leit út, þá sá ég að það hefði komið smá föl í nótt, ekkert sem máli skifti. En, allt verður vittlaust, Hellisheiði lokuð, og þreingsli líka. Reykjanesbraut með umferðarteppu, og einginn kemst neitt, hvað er að fólki, erum við ekki búsett á Íslandi, þar sem getur komið snjór, og eigum við ekki að hafa vit á að búa okkur þannig út að ekki skapist svona ástand. Það var spáð þessu, og allavega ég vissi að ekki átti að asnast af stað út í alla þessa vittleisu, nema vel útbúinn, en ég kemmst ekkert vegna þess að einhverjir hafa teft fyrir okkur hinum veigina. Landar, farið að fullorðnast, og sættið ykkur við að það er ekki komin hlínun jarðar enn á Íslandi.
Athugasemdir
Heyr heyr heyr
Kjartan Pálmarsson, 7.2.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.