9.2.2008 | 10:46
Ó alandi, ó ferjandi, og.
Góðan óg blessaðann daginn, ég verð sko að tjá mig hér. Þann 28 nóvenber var ég skorinn upp á hjartadeild Landsspítala, og þá fékk ég nýtt tækifæri í þessu lífi. Hann Bjarni Torfason er bara hreinn snillingur, og á allar mínar þakkir skilið, og svo hjartadeildin sömuleiðis. Ekki nóg með að þetta yndislega fólk bjargaði lífi mínu, heldur gaf það mér líka nýja sýn á lífið. Sýn sem ég hef ekki haft áður, núna skil ég afhverju þetta yndislega fólk þarf að fá meiri laun og betra starfsumhverfi. Ég var einn af þessum hrokagikkjum, sem sagði og meinti, að það hefði það bara ágætt, og hefði ekkert með meira að gera. Þvílik fásinna, ég skammast mín mikið fyrir þetta. Álagið á fólkinu innan heilbrigðisgeirans er ótrúlegt, og ég skil ekki enn hvernig fólkið fer að. Ég vona svo sannarlega að mér verði fyrirgefið þennan hroka minn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.