Búið helgarfrí

  Jæja, þá er að fara að koma sér af stað eftir mjög gott helgarfrí. Við hjónin fórum aftur í sund í dag, og karlinn sinnti 400 metra, og blés ekki úr nös. Svo þegar heim kom fór ég að dunda mér í bílskúrnum, setti upp vaska og krana, og um næstu helgi þá ætla ég að reina að koma vatni á kranana. Þar er svo gaman að finna fyrir því hvað styrkurinn eykst og eykst. Ég fer á reykjalund í kvöld, og byrja á fullu aftur í þjálfun í fyrramálið, Og núna er ég hálfnaður með prógrammið. Það er svo skrítið hvað ég hlakka mikið til að fara í þjálfunina, því hefði ég ekki trúað hér áður fyrr. En tímarnir breytast , og mennirnir með. Seigum þetta gott Kv H.S.G.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já já tímarnir breytast og mennirnir með;) Kannski þú takir þátt í Reykjavíkur marathoni innan skamms - humm ég skora á þig að taka stysta legginn í sumar;) ekki djók.

Fínt hjá þér að drífa þá gömlu með þér í hreyfinguna, hef grun að hún þurfi á því að halda líka ...

Kveðja úr blá og gula landinu sem er allt hvítt núna ...

Anna Rósa (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Hreinn Skagfjörð Gíslason

 Já, þú meinar, en heldur þú ekki dóttir góð að sú gamla sé ekki bara nokk góð, hún labbar alltaf fleiri kílómetra á dag í vinnunni. En að öllu gamni sleppt þá er kannski full snemmt að hlaupa maraþon, en að ganga laugarveginn, það er draumurinn.

Hreinn Skagfjörð Gíslason, 3.3.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband