Dagur eitthvað, 10 eða 11

  Enn og aftur er maður farinn að púla hér á Reykjalundi, og það er svo gaman að finna styrkinn aukast. Í dag var að vísu rólegur dagur, fyrst ganga á bretti, svo iðjunámskeið og svo sundleikfimi, og endað á göngutúr úti. Svo fór ég með bílinn minn á verkstæði, í 5 skipti. Alltaf er verið að reina að gera við mælaborðið, og vonandi tekst það núna.Devil   Áðan var ég að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu, og sá að það er verið að reina að bjarga gamla góða Gullfaxa, og fannst mér það frábær hugmynd. Ég man það svo vel þegar Jóhannes Snorrason kom með hann í fyrsta skiptið, og lenti á Reykjavíkurflugvelli, Það var frábær stund, var staddur á vellinum til að sjá þennan viðburð. En ekki fékk ég að njóta þess að fljúga með Gullfaxa, en hefði viljað það. Jæja ætli að ég láti þetta ekki nægja í dag, Kv H.S.G.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 3.3.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Flott að þér gengur vel. Vonandi heldur það áfram.

Varstu búinn að skoða LANDSSÖFNUNAR FÆRSLUNA MÍNA V/GULLFAXA ?

Kjartan Pálmarsson, 3.3.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Hreinn Skagfjörð Gíslason

 Já var að skoða það, þetta er frábær hugmynd, kannski koma Björgúlfur og Jón Ásgeir beð smá klink í púkkið

Hreinn Skagfjörð Gíslason, 3.3.2008 kl. 21:56

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hæ, já ég er með í Gullfaxa ævintýr, á meira að segja skautbúningin sem frú Margrét var í þegar hún gaf fyrstu þotu Íslands nafn. Ég er svo mikill fagurkeri að ég keypti hann fyrir 14 árum og er alveg til í selja hann ódýrt, á 3 millur með öllu gullinu. ...En ég lána hann aldrei. Sjáumst uppfrá, gangi vel

Eva Benjamínsdóttir, 3.3.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband