Flott er að vera hér

  Það er alltaf gott að setjast hér og segja frá hvað er að gerast hér á Reykjalundi, í dag var frekar erfiður dagur, vaknaði með mikinn bakverk. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Fyrst var farið á fyrirlestur hjá sjúkraþjálfara, henni Mundínu, og var hún að tala um hvernig maður heldur áfram eftir Reykjalund. Það ver áhugavert, og lærdómsríkt. Svo var farið í sund, vegna þess að bakið leifði ekki göngubretti. Og svo var borðað og slappað af í hálftíma. Tækjasalurinn var svo næstur, og var tekið á því, bætti allar þyngdir og lengdi gönguna. Svo kom að iðjuþjálfun, námskeið sem endar á morgun. Enn og aftur frábært að vera hér. Kv H.S.G.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko mína komst inn á bloggið' hjá gamla mínu,

Amma Vigga (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:44

2 identicon

Það verður stórkostleg stund föstudaginn 14. mars þegar að sá nýji kemur heim. Þá verða hjónin samtaka í gönguferðum, sundferðum, hjólaferðum, bílferðum, Bónusferðum, þvottaferðum í þvottahúsið, samtaka með uppvaskið, eldamennskuna, skúra skrúbba, bóna, mála og Guð má vita hvað. Ég tala nú ekki um fjármálin, bankamálin trúmálin já Eins og stendur í góðri bók "sjá hið gamla varð að engu og nýtt er orðið til. Yndislegt. Hlakka til að takast á við framtíðina með þér gamli minn. Guð hefur gefið okkur báðum nýja byrjun. Nýtum hana vel saman.

Amma Vigga (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 00:01

3 identicon

Þú ættir kannski að vera í 2 vikur í víðbót og byggja upp þol, úff ekki myndi ég hafa kraft í að fara gera allt þetta nýkomin heim, maður verður bara þreyttur á að lesa þetta.

Þú ættir kannski að athuga hvað þú tekur í bekkpressu .. svona áður en þú ferð og  tekst á við næstu pressu;)

Anna Rósa (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:55

4 Smámynd: Hreinn Skagfjörð Gíslason

 Það er ekki slæmt að fá svona komment frá minni elskulegu eiginkonu, en eins og stendur í góðri bók eitt skref í einu, og þá mun lífið blasa við þér og okkur um langa framtíð. Já dóttir góð, ég er farinn að lyfta 115 kg í bekkpressu, kannski verður það eitthvað til að byggja á.

Hreinn Skagfjörð Gíslason, 5.3.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband