Já já, endalaust gaman

 Það var bara skemmtilegt að ganga á brettinu í morgun, en samt var karlinn ekki upp á sitt besta, en kláraði samt 2 kílómetra á 30 mín, og fór svo á fyrirlestur hjá Magnúsi lækni. Magnús er hreint frábær fyrirlesari, og túlkar heilmikið af því sem hann er að miðla okkur með leikrænum hætti. Hann var að segja okkur heilmikið um áhættu þætti hjartasjúklinga, og afleiðingar kransæðasjúkdóma. Og á eftir því, var farið á iðjunámskeið, og var það síðasti tíminn, og svo var dagurinn kláraður með útigöngu. Á morgun verður maður vonandi hressari á brettinu, og kannski kemst ég 2,5 km á 30 mín. Jæja segum þetta gott í bili um veru mína hér í dag.  Ég er alltaf að hugsa um það hvað það væri gaman að fara að kokka aftur, það bankar alltaf uppá hjá mér, og eitt veit ég að það vantar góðan stað á Selfossi sem selur góðan og ódýran mat í hádeiginu, handa verktökum og mönnum þeirra. Kannski finn ég stað sem hægt verður að opna í þessum tilgangi, hver veit. Smá hugleiðing.

                                                    

                                                            Kv, Hreinsi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það er gott að þú ert að taka þetta á einu bretti! Kokka aftur? Ert þú ekki alltaf að kokka? Já þú villt vinna við að kokka, ég skil. Já það er pæling. Enn ég var hins vegar að pæla! Eiga verktakarnir flestir menn? Ef svarið er já, þá er ég farinn í gámakeyrsluna takk.

Kjartan Pálmarsson, 6.3.2008 kl. 17:31

2 identicon

Hí hí húmor:)

Góða helgi!

Anna Rósa (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband