Reykjalundur búin.

 Halló, jæja þá er maður orðinn nýr, og klár í að takast á við lífið að níu. Reykjalundur að baki, og alvara lífsins framundan, og mig hlakkar til að takast á við það. Ég átti frábæran mánuð á Reykjalundi, kynntist frábæru fólki, bæði sem sjúklingum sem og starfsfólki. Það er lífsreynsla að kynnast fólki sem hefur gengið í gegn um það sama og maður sjálfur. Jæja þá er komið að því að takast á við það sem framundan er. Vinnan göfgar manninn, það stendur einhverstaðar, og það er satt. Páskarnir eru táknrænir fyrir mig, það passar vel að byrja að vinna strax eftir páska, eftir góða hvíld í faðmi fjölskyldunnar. Ég vil þakka öllum sem komu mér í það form sem ég er í. starfsfólki á Reykjalundi, og þeim sem voru með mér í meðferð þar. Ég elska ykkur öll, og vona að við hittumst reglulega. Mín elskulega eiginkona sem hefur stutt mig svo frábærlega í mínum veikindum þakka ég mest, enda elska ég hana svo endalaust mikið. Börnum og barnabörnum vil ég senda sérstakar kveðjur, elska ykkur svo mikið. Gott í bili, Kv.

                                             Hreinsi pabbi, afi, og allt það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þökkum fyrst og fremst Jesú sem dó fyrir okkur á krossinum og tók á sig alla erfiðleika. Fyrir Hans benjar ertu nú orðinn heill Hreinsi minn. HEYRI ÉG AMEN. 

Nú er veturinn liðinn og sólin lifandi tekin að skýna.

Hið gamla varð að engu, sjá nýtt er orðið til.

Hlakka til að ganga þér við hlið alla vega næstu 40 árin.

Guð blessi þið kallinn minn. VK.

Amma-Vigga (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gleðilega páska, þakka samveruna á Reykjalundi. Farðu vel með þig.

Eva Benjamínsdóttir, 23.3.2008 kl. 00:58

3 Smámynd: Hreinn Skagfjörð Gíslason

 Gleðilegilega páska Eva mín, og takk fyrir samveruna á Reykjalundi

Hreinn Skagfjörð Gíslason, 23.3.2008 kl. 09:01

4 identicon

Gleðilega páska :-) elska þig líka :-)

Gunna dóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 19:41

5 identicon

Gleðilega páska svona eftir páska:) Gaman að heyra þú sért að komast loksins (fyrir þína hönd) í vinnuna:) Ekki bara gera allt á einni viku sem þú ert búin að missa af á mörgum mánuðum;) og gangi þér svo vel með framhaldsformið mundu Laugavegurinn!!! Já hlaupaganga í Vaxholm og Drottningarholm já og svo má lengi telja..

Elska þig þín Anna Rósa sem hóstar hnerrar og snýtir sér í takt við hjartsláttinn

Anna Rósa (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband