Færsluflokkur: Bloggar
9.2.2008 | 10:46
Ó alandi, ó ferjandi, og.
Góðan óg blessaðann daginn, ég verð sko að tjá mig hér. Þann 28 nóvenber var ég skorinn upp á hjartadeild Landsspítala, og þá fékk ég nýtt tækifæri í þessu lífi. Hann Bjarni Torfason er bara hreinn snillingur, og á allar mínar þakkir skilið, og svo hjartadeildin sömuleiðis. Ekki nóg með að þetta yndislega fólk bjargaði lífi mínu, heldur gaf það mér líka nýja sýn á lífið. Sýn sem ég hef ekki haft áður, núna skil ég afhverju þetta yndislega fólk þarf að fá meiri laun og betra starfsumhverfi. Ég var einn af þessum hrokagikkjum, sem sagði og meinti, að það hefði það bara ágætt, og hefði ekkert með meira að gera. Þvílik fásinna, ég skammast mín mikið fyrir þetta. Álagið á fólkinu innan heilbrigðisgeirans er ótrúlegt, og ég skil ekki enn hvernig fólkið fer að. Ég vona svo sannarlega að mér verði fyrirgefið þennan hroka minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 14:36
Snjór, snjór snjór.
Það er mjög athyglisvert hvað smá föl getur gert allt ómögulegt hér á suðvesturhorninu, og hér á suðurlandi. Í morgun þegar maður nennti á fætur, og leit út, þá sá ég að það hefði komið smá föl í nótt, ekkert sem máli skifti. En, allt verður vittlaust, Hellisheiði lokuð, og þreingsli líka. Reykjanesbraut með umferðarteppu, og einginn kemst neitt, hvað er að fólki, erum við ekki búsett á Íslandi, þar sem getur komið snjór, og eigum við ekki að hafa vit á að búa okkur þannig út að ekki skapist svona ástand. Það var spáð þessu, og allavega ég vissi að ekki átti að asnast af stað út í alla þessa vittleisu, nema vel útbúinn, en ég kemmst ekkert vegna þess að einhverjir hafa teft fyrir okkur hinum veigina. Landar, farið að fullorðnast, og sættið ykkur við að það er ekki komin hlínun jarðar enn á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2008 | 15:49
Hvað er það sem allir eru að segja um hlýnun jarðar.
Ekki sé ég að það sé einhver hætta á að við séum að farast úr einhverjum loftlagsbreitingum hér á klakanum, frekar leiðinlegur vetur og mikill snjór á suðurlandi miðað við síðustu ár. Kannski er það bara ég sem sé ekki þessa hættu, en ég verð að segja að heldur vildi ég að það hlínaði svolítið meira, svo að sumrin verði góð og heitari, og þá mætti kannski vera mildari vetur. Er orðinn hálf leiður á þesum umhleipingum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2008 | 09:08
Laugardagslögin
Góðan og blessaðan daginn. Ég horfði á þátinn laugardagslögin í gægkvöldi, og aldrei þessu vant var ég sammála þjóðinni með valið á lögunum sem voru valin, og er sammála Páli Óskari um að lagið hanns d, Gunna ætti að fara út, það þarf að brjóta þetta svolítið upp. Stundum finnst mér þessi keppni vera svolítið fyrir ákveðna lagahöfunda, en ekki núna, núna finnst mér vera gætt jafnræðis í þessu. Spaugstofan, hún var bara góð í gær, enda þurrfti að gera svolítið grín að geðheilsu landans, ekki síst vegna þess að sumið þjóðfélagsþegnar þessa lands eru ekki með húmor fyrir því að gert sé grín af þeim. Ég vill að menn sem eru í toppstöðum í þjóðfélaginu séu þeir menn að taka gagnríni og þoli að gert sé grín að þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 09:59
Fimmbulkuldi á Selfossi
Góðan daginn, sem Skagfirðingur, finnst mér ekkert mikið frost hér á Selfossi, en það er 17 gráður núna í morgunsárið. Ég man þá tíð að það gat verið yfir 20 stiga frost dag eftir dag í minni heimasveit. Og ekkert svo kalt, en hér er skítakuldi núna, en gullfallegt veður. Þetta er sko skemmtilegt fyrir sleðamenn og svo náttúrlega skíðafólk. En ekkert af þessu stunda ég, því miður. En skemmtilegt væri nú að skreppa eitthvað á fjöll núna, það er alltaf svo fallegt á hálendinu svona um miðjan vetur. Kv. Hreinsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hellisheiðin er falleg núna í kuldanum, norðurljós og stjörnur út um allt. Við hjónin vorum að koma úr borginni, 18 stiga frost og logn. Bara fallegt svona ferðaveður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2008 | 10:06
Halló, Hér er einn sem langar að læra að blogga.
Stundum er bara að koma sér af stað, og þá gerist það. Eða er það ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)