Færsluflokkur: Bloggar

Dagur 4

 Vá, hafði aldrei trúað að ég gæti gert svona mikið aftur í hreyfingu, og þreki. Fór í morgun í leikfimi og spriklaði í 45 mínútur, og mæddist sama og ekkert. Fyrir aðgerð hefði ég kannski getað hreift mig svona í  7-8 mín, og þá þurft svona 10 mín hvíld, en núna, vá frábært. Ég er með einhverja sýkingu í eyra, svo að ég má ekki fara í sund í nokkra daga. Ég átti mjög gott viðtal við Magnús læknirinn minn, og hann ráðlagði mér að taka þátt í matarátaki, sem er þannig að maður heldur matardagbók, og maður lærir að sjá hvað margar hitaeiningar maður borðar. Ekki veitir af, er svona 30 kg of þungur. Kannski lærir maður eitthvað á þessu, og ekki síst vegna þess að núna er ég hættur að reykja, og þá eykst matarlystin. Það eru komnir tæpir 3 mánuðir síðan ég hætti, og það er allt annað líf. Það ætla ég að ég komi til með að standast þetta núna. Læt þetta duga í bili, kveðja, H.S.G.

Dagur 3 Reykjalundur

  Loksins  er maður farinn að púla hér, eftir að manni hefur verið kynnt staðurinn síðustu 2 dagana, og það er frábært að vera hér. Það er búið að gera allskonar mælingar á manni, tekið blóðsýni, fitumæling, þrekmæling, og allskonar viðtöl. Sundlaugin er frábær, enda ekki nema von, ég mokaði grunninum undir hana á sínum tíma, bara smá djók. Á morgun er  fínt prógramm, leikfimi fyrst um morguninn, svo fyrirlestur, svo slökun, og svo tækjasalur, og endað daginn á sundi, frábært. Við á hjartadeildinni fengum fyrirlestur í dag hjá Magnúsi hjartalækni, og hann var frábær. Jæja ég var settur á göngubretti í dag, og gekk um 2 kílómetra, og stóð mig bara vel. mæddist sama og ekkert. Látum svo þetta nægja í dag, bið að heilsa.

Jæja, þá er komið að því.

 Þá er maður kominn á Reykjalund í endurhæfingu, kom í gærmorgun. Það var tekið mjög vel á móti manni, og okkur kynnt dagskrá sem á að vinna eftir hér. Í morgun var farið í þrekmælingu, sem var erfið, og karlinn kom ekki mjög vel út úr. Svo var farið á fyrirlestur hjá sjúkraþjálfara, og var hann virkilega góður. Svo var pása, sem ég notaði til þess að fara í sund, sund sem var langþráð. Það var ofsa gott að slappa af í sundinu og svo pottinum. Þetta leggst svo vel í mann að koma hér og takast á við að verða nýr og betri maður eftir þessi veikindi. Stundaskráin er ekki mjög flókin, en samt svolítið erfið, og krefjandi, sem er bara gott.

Já Síminn, já

 Áðan var ég að hlusta á auglýsingu í útvarpinu, og hún var frá símanum. Þeir ættu að skammast sín fyrir að auglýsa svona hundlélegt fyrirtæki, fyrirtæki sem hefur enga þjónustulund, og hugsar ekkert um að skaffa landsbyggðinni sæmilega þjónustu. Dæmi, ungur maður skuldaði smá reikning á heimasímanum sínum, þá var honum refsað með að aftengja GSM símann hans, sem er líka vinnusíminn hans. Hann flýtti sér að borga allan reykingin, og hélt þá að hann fengi opnaðan símann strax, það tók eina mínútu að afteinga GSM símann, en honum var sagt að það tæki 3-5  daga að tengja hann aftur, og viti menn það tók 3 daga. Er þetta hægt að koma svona fram ég spyr bara.

Góðann og blessaðan. er mann

Það er alveg sama hvað manni langar mikið að vera með í einhverju, alltaf Er eitthvað sem stoppar það af. Núna langar manni að vera með í Evrópusambandinu, en má ekki, um daginn langaði manni í að vextir lækkuðu, Það má ekki, svo langaði manni að það héldi áfram að hlýna, en það má ekki. En það get ég sagt að ég vakna samt glaður á morgnanna og veit að allir eru að vilja gerðir til að láta daginn vera góðann.

Halló halló

 Hvað sega landsmenn við allri þessari hávaxtastefnu hjá Dabba vini mínum í Seðlabannkanum. Kannski er þetta eitthvað sem á að refsa okkur með, eða kannski erum við bara svona heimsk, að það sé hægt að nauðga okkur öllum endalaust. Hvar endar þetta allt saman.

Landsins besta veður.

  Mikið er nú yndislegt að koma svona út í þetta yndislega vorveður, sem nú er hér á Selfossi.  Þegar ég kom út í morgun, var 3 stiga hiti, þurrt en hafði komið smá hagl fyrir stuttu. Svo lagði ég af stað í borgina um kl 6,45 og þegar ég kom að vegamótonum í Bolölduna, sá ég að eitthvað hafði farið úrskeiðis í umferðinni. Einhverrskonar pikkup á hliðinni á götunni, og svo Lögreglubíll á hliðinni utanvegar. Eitthvað hefur verið að, án þess að ég viti hvað, ekki svo mjög slæmt veður, smá hálkaen ekki svo slæm. Kannski voru menn ekki að hugsa um aðstæður. En svona gerast slysin.


Hvað gengur á

 Veðurfarið á landinu er orðið kolgeggjað, vindmælar springa og borgin flæðir, og hér á Selfossi er allt á kafi í snjó, og götur íllfærar. Ekki get ég séð að hlínun jarðar sé farið að gæta, Og ef framm heldur eins og er núna, langar mig að eiða því sem eftir er að vetri á Kanarí, alltaf 20 stiga hiti og gott veður.


Hvað varð um ??????????

   Mikið er ég glaður í dag, vaknaði kl 7 og hleifti Pogga okkar úr, það er hundurinn á heimilinu.  Og  viti menn, hann gelti ekkert á manninn og eða konunni sem kemur með fréttablaðið, en svo áttaði ég mig á að þetta fréttablað kemur ekki ef það er rigning, snjókoma, vindur, og þá spyr ég, hvað varð um karlmenskuna og dugnaðinn hjá okkur karlmönnunum, ef konan mín væri að bera út blað, hvað myndi ég gera ef það væri eitthvað að veðri. Kannski myndi ég bjóðast til að fara með henni, eða kannski ekki, já.

 


Hverrs á ég að gjalda.

Devil    Hættur að reykja, ætlaði ekki að hætta að drekka, en komst að því að ég þoli ekki leingur vín, verð bara hundleiðinlega leiðinlegur, og myndi skítfalla í tóbaggið aftur. Svo eitt leiðir af öðru, verð ég að hætta að drekka líka, og mér er spurn, hvað er þá eftir af þessum fýknum, sem maður hefur gaman afInLove Ninja

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband