Dagur 4

 Vá, hafði aldrei trúað að ég gæti gert svona mikið aftur í hreyfingu, og þreki. Fór í morgun í leikfimi og spriklaði í 45 mínútur, og mæddist sama og ekkert. Fyrir aðgerð hefði ég kannski getað hreift mig svona í  7-8 mín, og þá þurft svona 10 mín hvíld, en núna, vá frábært. Ég er með einhverja sýkingu í eyra, svo að ég má ekki fara í sund í nokkra daga. Ég átti mjög gott viðtal við Magnús læknirinn minn, og hann ráðlagði mér að taka þátt í matarátaki, sem er þannig að maður heldur matardagbók, og maður lærir að sjá hvað margar hitaeiningar maður borðar. Ekki veitir af, er svona 30 kg of þungur. Kannski lærir maður eitthvað á þessu, og ekki síst vegna þess að núna er ég hættur að reykja, og þá eykst matarlystin. Það eru komnir tæpir 3 mánuðir síðan ég hætti, og það er allt annað líf. Það ætla ég að ég komi til með að standast þetta núna. Læt þetta duga í bili, kveðja, H.S.G.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja velkomin á bloggheiminn. Gott að geta fylgst með fjörinu hjá þér og verðandi átaki í matarmálum;) Gaman gaman.

Hafðu það nú gott !

kveðja úr Vorinu ( já skv sænskum veðursérfræðingum kemur vorið á morgun)

Anna Rósa (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Hreinn Skagfjörð Gíslason

 Halló elsku dóttir, og takk fyrir að kíkja á karlinn

Hreinn Skagfjörð Gíslason, 21.2.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Helv... ertu flottur í þessu maður. Þú ert sennilega kominn með meira þrek enn ég.  Skellum við okkur ekki í fótbolta þegar þú ert búinn í þessu prógrammi? Ég skal vera í marki, þú sérð um hlaupinn.  Enn svo við sleppum öllu gríni og snúum okkur að skemmtiatriðunum þá gengur þetta vonandi allt vel hjá þér kall.

Bestu kveðjur úr vinaríki Svíþjóðar, Kópavogskjördæmi eystra. 

Kjartan Pálmarsson, 22.2.2008 kl. 00:34

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Datt í hug hvort þú ættir ekki að breyta textanum við myndina (Höfund) Hann er bara maður sem langar að skokka 

Kjartan Pálmarsson, 22.2.2008 kl. 00:37

5 Smámynd: Hreinn Skagfjörð Gíslason

  Sæll sonur sæll, veistu að þetta er frábær uppstunga með boltann, en með hitt kemur bráðum, er ekki enn farinn að hugsa svo langt að skokka, er að læra að nenna að ganga.

Hreinn Skagfjörð Gíslason, 22.2.2008 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband