Dagur 6

 Mætti hér á Reykjalund í gærkvöldi, fór snemma að sofa og mætti hress og glaður í morgun í æfingar, og stóð mig svona sæmilega að ég held. Fyrst var farið í tækin, og svo var fyrirlestur í iðjuþjálfun, og svo var farið á göngubrettið, og gengið í 31 mín, án hvíldar, sem hefði ekki komið til greina fyrir aðgerð. Þá hefði ég orðið að hvíla mig á 5 mínútna fresti, og svo verið alveg að drepast í langan tíma á eftir. Svo var matarhlé, en farið í göngu kl 14, og svo í sjúkraþjálfun kl 14/30, og það var vont, en varð fljótlega skárri í bakinu. Fólkið hér á Reykjalundi er alveg frábært fagfólk, og er yndislegt  í viðmóti. Maður er umvafin hlýju, og eingin er hér sem manni líkar ekki vel  við. Það er mikið að gera á morgun, og manni er farið að hlakka til að takast á við það. Kv. H:S:G

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram þú Áfram þú!! vá þú verður orðin slim og slank þegar við komum til Íslands í maí, spurning hvort maður þekki þig. Nú svo við tölum ekki um þolið, held við verðum að endurtaka ferðina í Vaxholm og Drottningholm svo þú getir skokkað þar um ekki sest á 5 mín fresti eins slappur og þú varst fyrir aðgerð, spurning hvort maður nái að halda í við þig ef við förum í þetta í sumar miðað við breytt ástand hérna meginn

Elskjú

Farðu vel með þig!

Anna Rósa (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 19:03

2 Smámynd: Hreinn Skagfjörð Gíslason

 Já, þú segor nokkuð elsku dóttir mín, það væri gaman að skokka með þér um Vaxholm og Drottningarholm, og svo að labba í gegnum skóginn heima hjá þér. Ég hlakka mikið til að sjá ykkur í vor, þá verður gaman, Kv Hreinsi Afi

Hreinn Skagfjörð Gíslason, 27.2.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband