27.2.2008 | 20:56
Dagur 8 Reykjalundur
Halló, ekki nennti ég að blogga í gær, var frekar latur eftir strangan dag, en vaknaði bara hress og nokkuð góður í morgun. Það var bara nóg að gera í dag, og allt er þetta gott fyrir mig, Þjálfun og sjúkraþjálfun, og svo skrapp ég með bílinn í viðgerð. Í leiðinni kom ég við á Keldum til að hitta vin minn Sigurð frá Grund í Höfðahverfi, og var Baldur bróðir hans með í för. Var þetta mjög gaman að hitta Sigga aftur. Svo var komið hingað aftur í kvöldmat. Ég finn fyrir mikilli framför á heilsunni og er mjög ánægður með það. Þetta er stutt vika hér núna, fer heim á morgun, en kem aftur á mánudaginn, úthvíldur og hress eftir helgarfrí. Gott í bili, Kv H:S:G.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.