Dagur 9

 Jæja, þá er aftur komið helgarfrí, og er það bara ágæt. Í morgun var farið á fyrirlestur um merkingar á matvörum í búðum, og kom ýmislegt í ljós, sem maður vissi ekki um. Svo var farið í matreiðslu, og lært að elda hollan og góðan mat, og var eldaður lax, og er þetta besti eldislax sem ég hef smakkað. Og svo lærði ég að búa til rjóma, já rjóma, og var hann svakalega góður. Og ekki er það flókið. Svo var farið í tækjasalinn, og svo endað í sundi. Í dag kom svo konan mín á fræðslunámskeið fyrir maka hjartasjúklinga, og líkaði henni það vel. Var farið yfir ýmislegt tengt hjartveikum og hvernig á að lifa með þeim. Á Reykjalundi er hugsað fyrir flest öllu, og er okkur leiðbeint, og kennt allt það helsta sem hægt er að gera og gera ekki. Ég er viss um að þegar endurhæfingin er búin, verður maður fullbúinn á að takast á við lífið aftur, og ég tala ekki um hvað manni fer vel fram í að eflast líkamlega og andlega. Já er þetta ekki frábært, að hér skuli vera til svona góð endurhæfing. Jæja gott í bili, Kv H.S.G

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gaman að sjá hvað þetta gengur vel. Það næsta er svo að venja sig á að hegða sér skikkanlega.

(Aldrei gæti ég hugsað mér að beita mig svona hörðu)

Bestu kveðjur!

Árni Gunnarsson, 28.2.2008 kl. 22:33

2 identicon

Já hún móðir mín hefur sennilega haft gott af því að fara á námskeið í því hvernig á að umgangast hjartasjúklinga;) hehe.

Heyrðu ég panta eitthvað hollt og gott sem þú hefur lært að búa til á matreiðslunámskeiðinu með heimatilbúnum rjóma á..... spennandi. það er nefnilega málið að praktisera það sem þú lærir og þá erum að gera að æfa okkur e haggi?

Anna Rósa (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband